Bryan Mbeumo er genginn til liðs við Man Utd frá Brentford en United borgar 71 miilljón punda fyrir hann.
Félögin hafa verið í viðræðum undanfarnar vikur en komust loksins að samkomulagi fyrir helgi um kaupverð. United borgar 65 milljóir punda í fjórum greiðslum og 6 milljónir í aukagreiðslur.
Félögin hafa verið í viðræðum undanfarnar vikur en komust loksins að samkomulagi fyrir helgi um kaupverð. United borgar 65 milljóir punda í fjórum greiðslum og 6 milljónir í aukagreiðslur.
Þessi 25 ára gamli sóknarmaður skrifar undir fimm ára samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
„Um leið og ég vissi að það var möguleiki að ganga til liðs við Man Utd varð ég að nýta tækifærið og skrifa undir hjá félagi drauma minna. Ég klæddist treyju liðsins í æsku," sagði Mbeumo.
„Ég vil alltaf vera betri en ég var í gær. Ég veit að ég er með andann og karakterinn í að komast á hærra getustig. Ég fæ að læra frá Ruben Amorim og spila með heimsklassa leikmönnum."
Mbeumo verður með Man Utd í æfingaferð í Bandaríkjunum en liðið flýgur af stað á morgun.
Hann gekk til liðs við Brentford frá Troyes í Frakklandi árið 2019. Hann lék 242 og skoraði 70 mörk. Hann er landsliðsmaður Kamerún en hann hefur leikið 22 landsleiki og skorað sex mörk.
Bienvenue, Bryan ????
— Manchester United (@ManUtd) July 21, 2025
Athugasemdir