Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: ÍA sigraði Vesturbæ
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem ÍA vann óvænt á útivelli gegn KR.

KR var búið að sigra þrjá deildarleiki í röð fyrir heimaleikinn gegn Skagakonum en lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik.

Erna Björt Elíasdóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir skoruðu mörk ÍA í Vesturbænum en Karen Guðmundsdóttir minnkaði muninn á 27. mínútu.

KR-ingum tókst þó aldrei að jafna metin svo lokatölur urðu 1-2 fyrir ÍA. Stelpurnar af Skaganum, sem allar eru fæddar eftir aldamót, eru komnar með 15 stig eftir 11 umferðir. Þær sitja um miðja deild, fjórum stigum á eftir KR.

Þetta tap er mikill skellur fyrir Vesturbæinga sem hefðu jafnað HK á stigum í öðru sæti með sigri.

Svipað var uppi á teningnum í Keflavík þar sem gestirnir í liði Gróttu komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Keflvíkingar áttu þó engin svör og tókst ekki að minnka muninn fyrr en í uppbótartíma.

Hulda Ösp Ágústsdóttir og Katrín Rut Kvaran skoruðu mörk Seltirninga og fékk Haylee Rae Spray að líta beint rautt spjald í síðari hálfleik. Það gerði þó lítið til þar sem lokatölur urðu 1-2.

Grótta er í þriðja sæti eftir sigurinn, einu stigi á eftir HK. ÍBV trónir svo á toppi deildarinnar með sex stiga forystu. Keflavík er í neðri hlutanum með 12 stig eftir 11 umferðir.

Að lokum tók Afturelding á móti Haukum í fallbaráttunni en upplýsingar úr þeirri viðureign eiga eftir að berast.

KR 1 - 2 ÍA
0-1 Erna Björt Elíasdóttir ('9 )
0-2 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('22 )
1-2 Karen Guðmundsdóttir ('27 )

Keflavík 1 - 2 Grótta
0-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('7 )
0-2 Katrín Rut Kvaran ('20 )
1-2 Amelía Rún Fjeldsted ('90 )
Rautt spjald: Haylee Rae Spray, Grótta ('61)

Afturelding 19:15 Haukar
Athugasemdir
banner