City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA að kaupa Birni Breka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Birni Breka Burknasyni frá HK.

Birnir Breki er 19 ára kantmaður sem fvar m.a. orðaður við Víking í vetur, fór á reynslu til Hammarby í Svíþjóð og framlengdi samning sinn við uppeldisfélagið. Hann er unglingalandsliðsmaður, á að baki þrjá leiki fyrir U19.

Birnir Breki hefur komið við sögu í 12 af 13 leikjum HK í Lengjudeildinni en það vakti athygli á föstudag að hann var ónotaður varamaður gegn Þór. Í leikjunum 12 hefur hann skorað tvö mörk.

Í Innkastinu í gær var kallað eftir skapandi leikmanni í lið ÍA og Birnir Breki tikkar í það box.
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir
banner