City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Arnór Ingvi allt í öllu í endurkomusigri
Mynd: Guðmundur Svansson
Arnór Ingvi Traustason átti frábæran leik þegar Norrköping vann endurkomusigur gegn botnliði Varnamo í sænsku deildinni í kvöld.

Christoffer Nypan kom Norrköping yfir snemma leiks en Varnamo jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks.

Á 52. mínútu kom Arnór Ingvi Norrköping aftur yfir.David Andersson, markvörður Norrköping átti langa sendingu fram á Arnór sem vippaði yfir markvörð Varnamo sem var í einskismannslandi.

Aðeins þremur mínútum síðar var Arnór með boltann við vítateiginn og lagði hann á Nypan sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið og innsiglaði 3-1 sigur liðsins.

Arnór Ingvi var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en Ísak Andri Sigurgeirsson lék allan leikinn. Norrköping er í 11. sæti með 18 stig eftir sextán umferðir en Varnamo er í 16. og neðsta sæti með 7 stig.




Athugasemdir