Björn Daníel Sverrisson (FH)
15. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær en hún hófst fyrir rúmri viku á því að FH tók KA í kennslustund og vann 5-0 sigur í Kaplakrika. Reynsluboltinn Björn Daníel Sverrisson var bestur á vellinum og er leikmaður umferðarinnar.
Hann skoraði tvívegis í leiknum og var Akureyringum erfiður.
Hann skoraði tvívegis í leiknum og var Akureyringum erfiður.
„Mér fannst þeir aldrei fá einhver dauðafæri, þeir komust í álitlegar stöður öðru hvoru en gerðu sér kannski ekkert úr því. Það er langt síðan ég vann 5-0. Það er alltaf þægilegt þegar maður kemur útaf að geta sest niður og slappað af. Það er gaman að vinna leiki 1-0 en það er gaman að vinna leiki þægilega líka," sagði Björn Daníel í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
FH hefur gengið mun betur á grasi en gervigrasi og eru FH-ingar taplausir á grasinu í Kaplakrika. Er Björn með útskýringu á því?
„Það gæti verið útaf gervigrasi og grasi og svoleiðis en nei ég er ekki með útskýringu. Ef ég væri með útskýringu væri ég örugglega í þjálfarateyminu hjá Heimi. Svo getur þetta verið allsskonar. Þótt menn vilji ekki viðurkenna það þá getur það verið andlegt þegar menn eru að fara að spila á grasi og gervigrasi. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er bara fótbolti sama hvort hann sé spilaður á grasi eða gervigrasi. Ef þú ætlar að vera góður leikmaður þarftu að geta spilað á bæði. Sérstaklega ef leikmenn vilja spila erlendis.“
Leikmenn umferðarinnar:
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 15 | 9 | 3 | 3 | 39 - 20 | +19 | 30 |
2. Víkingur R. | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 16 | +11 | 30 |
3. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir