PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   sun 20. júlí 2025 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Kassi í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding er búið að staðfesta félagaskipti Luc Kassi til félagsins á frjálsri sölu frá Degerfors í Svíþjóð.

Kassi er framsækinn miðjumaður sem getur einnig leikið úti á kanti eða í fremstu víglínu.

Hann er 30 ára gamall og lék fyrir Stabæk í tíu ár, allt frá 18 ára aldri, og kom í heildina að 73 mörkum í 200 keppnisleikjum fyrir félagið. Hann lék örfáa leiki með Veigari Páli Gunnarssyni og Bjarna Ólafi Eiríkyssni hjá Stabæk.

Hann skipti yfir til KÍ Klaksvík í Færeyjum og var meðal bestu leikmanna liðsins svo hann var fenginn til Degerfors í næstefstu deild í Svíþjóð. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild en var ekki með sæti í byrjunarliðinu.

Kassi fékk samningi sínum við Degerfors því rift og reynir nú fyrir sér í efstu deild íslenska boltans.

Afturelding er í sjöunda sæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 15 umferðir, í ótrúlega þéttum pakka. Mosfellingar eru einu stigi frá fallsæti en á sama tíma aðeins fjórum stigum frá mögulegu Evrópusæti.



Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner