Bryan Mbeumo skrifaði í gær undir hjá Manchester United eftir gríðarlega langt ferli.
Það var fyrir löngu síðan vitað að Mbeumo vildi ganga í raðir Man Utd en viðræður Brentford og United gengu hægt fyrir sig. Þær voru í gangi í margar vikur.
Það var fyrir löngu síðan vitað að Mbeumo vildi ganga í raðir Man Utd en viðræður Brentford og United gengu hægt fyrir sig. Þær voru í gangi í margar vikur.
Eftir að skiptin gengu í gegn í gær þá sagði Samuel Luckhurst, fréttamaður Manchester Evening News, frá því að United væri ekki sátt með það hvernig Brentford hefði höndlað viðræðurnar.
„United leið eins og Brentford hefði viljað að hann færi frekar til Tottenham eða Newcastle," segir Luckhurst.
„Arsenal sýndi áhuga og Chelsea gerði tilraun á lokastundu til að fá hann en Mbeumo vildi alltaf bara United."
Mbeumo segir United vera félag drauma sinna.
„Um leið og ég vissi að það var möguleiki að ganga til liðs við Man Utd varð ég að nýta tækifærið og skrifa undir hjá félagi drauma minna. Ég klæddist treyju liðsins í æsku," sagði Mbeumo sem átti frábært tímabil með Brentford á síðustu leiktíð.
#mufc unhappy with how Brentford conducted themselves during negotiations for Mbeumo. Felt as though they wanted him to go to Spurs or Newcastle. Arsenal showed interest and Chelsea made a late attempt but Mbeumo always wanted to go to United.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 21, 2025
Athugasemdir