Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Isak flýgur með Newcastle til Asíu
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um framtíð sóknarmannsins Alexander Isak að undanförnu.

Newcastle vill framlengja samning hans við félagið en Liverpool hefur einnig mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá hefur líka verið orðrómur um áhuga frá Sádi-Arabíu.

Þessi 25 ára sænski landsliðsmaður hefur spilað virkilega vel fyrir Newcastle frá komu sinni frá Real Sociead sumarið 2023.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sendi hann heim fyrir æfingaleik gegn Celtic á dögunum og vakti það upp spurningar um framtíð hans.

Howe sagði hins vegar við breska ríkisútvarpið að hann væri að búast við því að Isak myndi fljúga með Newcastle til Asíu í æfingaferð á næstu dögum.

Newcastle hefur engan áhuga á að selja Isak.
Athugasemdir
banner