Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, var ekki í leikmannahópi liðsins sem ferðaðist til Portúgals í æfingaferð.
Það er af persónulegum ástæðum. Sky Sports segir að það sé ekki vegna mögulegra félagaskipta til Tottenham.
Það er af persónulegum ástæðum. Sky Sports segir að það sé ekki vegna mögulegra félagaskipta til Tottenham.
Félagið sýndi honum skilning og það er búist við því að hann muni hitta liðið í portúgal í vikunni.
Tottenham bauð 60 milljónir punda í enska miðjumanninn sem er riftunarákvæði í samningnum hans. Stjórnendur Forest saka Tottenham hins vegar um að hafa brotið reglur með að ræða við leikmanninn án leyfis áður en tilboð var gert.
Hann hefur mætt til æfinga hjá Forest í sumar og virðist ekki ætla að fara í hart gegn félaginu.
Gibbs-White er 25 ára gamall og kom að 17 mörkum í 34 úrvalsdeildarleikjum með Forest á síðustu leiktíð. Hann leikur sem framsækinn miðjumaður og er einnig öflugur á hægri kantinum.
Athugasemdir