Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 10:33
Elvar Geir Magnússon
Joey Jones látinn - Lyfti bikurum með Liverpool
Mynd: Liverpool
Joey Jones, fyrrum varnarmaður Wales, Liverpool og Wrexham, er látinn 70 ára gamall eftir veikindi.

Jones lék 72 landsleiki fyrir Wales á milli 1975 og 1986 og átti farsælan feril með Liverpool þar sem hann vann meðal annars Englandsmeistaratitil, tvo Meistaradeildartitla, UEFA-bikar og evrópska ofurbikarinn.

Hann varð fyrsti velski leikmaðurinn til að lyfta Evrópubikar árið 1977.

Jones átti einnig feril með Chelsea og Huddersfield auk þess að leika á þremur tímabilum með Wrexham, þar sem hann varð goðsögn og markaði djúp spor. Wrexham hefur tilkynnt að honum verði reist stytta við leikvang félagsins til minningar.




Athugasemdir