Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnautovic í Rauðu stjörnuna (Staðfest) - Gæti mætt Breiðabliki
Mynd: EPA
Marko Arnautovic er genginn til liðs við Rauðu stjörnuna frá Serbíu eftir að samningur hans við Inter rann út í sumar.

Arnautovic er 36 ára gamall austurrískur framherji sem hefur komið víða við.

Hann lék með Stoke og West Ham á Englandi. Þá lék hann með Bologna ásamt Inter á Ítalíu en hann gekk ungur að árum til Twente í Hollandi.

Arnautovic gæti mætti Breiðabliki í forkeppninni í Meistaradeildinni því ef Breiðablik vinnur Lech Poznan og Rauða stjarnan vinnur Lincoln Red Imps frá Gíbraltar munu liðin mætast í næstu umferð.
Athugasemdir
banner