Marko Arnautovic er genginn til liðs við Rauðu stjörnuna frá Serbíu eftir að samningur hans við Inter rann út í sumar.
Arnautovic er 36 ára gamall austurrískur framherji sem hefur komið víða við.
Arnautovic er 36 ára gamall austurrískur framherji sem hefur komið víða við.
Hann lék með Stoke og West Ham á Englandi. Þá lék hann með Bologna ásamt Inter á Ítalíu en hann gekk ungur að árum til Twente í Hollandi.
Arnautovic gæti mætti Breiðabliki í forkeppninni í Meistaradeildinni því ef Breiðablik vinnur Lech Poznan og Rauða stjarnan vinnur Lincoln Red Imps frá Gíbraltar munu liðin mætast í næstu umferð.
Athugasemdir