Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sporting býður Man Utd aftur að stela Gyökeres
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Viðræður Arsenal og Sporting Lissabon um sænska sóknarmanninn Viktor Gyökeres ganga illa.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá hafði Sporting samband við Manchester United í gær, í gegnum umboðsmenn, og bauð United að stela dílnum.

Samkvæmt Romano er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist, en þetta gerðist líka í síðustu viku.

Gyökeres er hins vegar bara með augun á Arsenal en hann er búinn að ná samkomulagi við Lundúnafélagið.

Arsenal og Sporting hafa verið í viðræðum í marga en þær viðræður hafa gengið erfiðlega.
Athugasemdir
banner
banner