City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   sun 20. júlí 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Haukar þurftu að jafna tvisvar til að bjarga stigi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 2 - 2 Dalvík/Reynir
0-1 Markaskorara vantar
1-1 Óliver Þorkelsson
1-2 Markaskorara vantar
2-2 Fannar Óli Friðleifsson

Haukar og Dalvík/Reynir áttust við í lokaleik dagsins í 2. deild karla og úr varð hörkuslagur. Liðin eru í toppbaráttu og því var mikið undir í dag.

Gestirnir úr Dalvík tóku forystuna í fyrri hálfleik en heimamenn voru ekki lengi að svara með marki frá Óliver Þorkelssyni. Hann fylgdi eftir marktilraun frá Magnúsi Inga Halldórssyni með góðri afgreiðslu.

Meira var þó ekki skorað í fyrri hálfleiknum og tóku Dalvíkingar forystuna á ný í síðari hálfleik.

Heimamenn í Hafnarfirði svöruðu þó aftur fyrir sig, í þetta skiptið skoraði Fannar Óli Friðleifsson seint í leiknum með skalla eftir góða fyrirgjöf frá vinstri kanti.

Lokatölur urðu 2-2 að Ásvöllum svo Haukar eru einir í öðru sætinu, með 24 stig eftir 13 umferðir. Þeir eru fimm stigum á eftir toppliði Ægis.

Dalvíkingar eru einu stigi á eftir Haukum og sitja í 3. sæti á markatölunni einni, þar sem Grótta og Þróttur Vogum eiga jafn mörg stig.
Athugasemdir
banner
banner