Chelsea hefur sett verðmiða á framherjann Nicolas Jackson sem er eftirsóttur um allan heim.
Sky Sports greinir frá því að félagið vill fá á milli 80 og 100 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla framherja.
Sky Sports greinir frá því að félagið vill fá á milli 80 og 100 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla framherja.
Það er engin pressa á Chelsea að selja hann en hann á átta ár eftir af samningi sínum.
Manchester United er meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga en önnur félög í úrvalsdeildinni, annars staðar í Evrópu og Sádi-Arabíu hafa áhuga á honum.
Athugasemdir