Óskar Borgþórsson lék sinn fyrsta leik fyrir Víking fyrr í kvöld er liðið mætti Val. Valsmenn höfðu betur í dramatískum leik, en Óskar mætti í viðtal að honum loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur
„Tilfinningin var mjög góð að spila fyrsta leikinn minn hér í Víkinni. Mér leið vel á vellinum eftir að ég kom inn á, ég var pínu stressaður. En svo fór það bara strax, ég var líka mjög spenntur."
„Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur er ég búinn að kynnast þeim vel."
„Það var smá erfitt (að mega ekki spila), sérstaklega þegar þeir unnu 8-0 gegn Malisheva, þá hugsaði ég að mig langaði til þess að spila. Sá leikur gerði mig bara enn spenntari."
Patrick Pedersen skoraði sigurmark leiksins þegar lítið var eftir.
„Það var ótrúlega súrt, ég trúði því varla. Þegar ég sá hann inni hafði ég trú á því að við myndum jafna, en svo var ekki. Það er bara næsti leikur."
Athugasemdir