Greint er frá því á vefsíðu mbl.is að Andri Fannar Baldursson sé líklega á leið til Nürnberg á næstu dögum eftir að þýska félagið lagði fram 70 milljón króna tilboð í leikmanninn. Morgunblaðið hefur það eftir þýska miðlinum Bild.
70 milljónir króna samsvara um hálfri milljón evra en Andri Fannar er miðjumaður, sem er bæði góður varnar- og sóknarlega, með 10 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Hann hefur í heildina komið við sögu í 16 leikjum með Bologna en lék síðast fyrir félagið 2021. Síðan þá hefur hann leikið á láni hjá ýmsum félögum og var hann síðast hjá Elfsborg í sænska boltanum í fyrra.
Andri var að renna út á samningi í síðasta mánuði þegar Bologna nýtti sér ákvæði í samningnum sem framlengdist þá sjálfkrafa um eitt ár.
Auk Nürnberg hefur ítalska félagið Frosinone verið nefnt til sögunnar sem áhugasamur aðili ásamt ýmsum félögum í norður-amerísku MLS deildinni.
Athugasemdir