City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 08:04
Elvar Geir Magnússon
Rashford mættur til Barcelona og allt að verða klárt
Spænsku blöðin fjalla um komu Rashford til Barcelona.
Spænsku blöðin fjalla um komu Rashford til Barcelona.
Mynd: Mundo Deportivo/Sport
Mynd: EPA
Enski framherjinn Marcus Rashford er kominn til Katalóníu til að ganga frá skiptum yfir til Barcelona. Hann flaug með einkaþotu og lenti í gærkvöldi en spænskir fjölmiðlar fjalla ítarlega um komu hans.

Hann verður lánaður frá Manchester United út komandi tímabil en í fyrra var Rashford lánaður til Aston Villa. Draumur er að rætast hjá Rashford sem hefur viljað fara til Barcelona alveg síðan félagið sýndi honum áhuga fyrir mörgum mánuðum.

Barcelona verður með ákvæði um að geta keypt Rashford eftir lánstímann en hann er nú á leið í læknisskoðun. Vonast er til þess að allt verði frágengið áður en Börsungar halda í æfingaferð til Asíu.

Rashford er 27 ára og var ekki lengur í myndinni hjá Rúben Amorim enda hefur gengið á ýmsu hjá leikmanninum á Old Trafford.

Ef hann fer með Barcelona í æfingaferðina þá gæti hann mætt sínum fyrrum félaga hjá United, Jesse Lingard sem leikur með FC Seúl í Suður-Kóreu en liðin mætast í lok mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner