
Tvö efstu lið Lengjudeildarinnar unnu bæði í liðinni umferð og þá gerði Þór mjög góða ferð í Kórinn og vann 2-1 útisigur gegn HK í mikilvægum leik. Sextán ára leikmaður Þórs var frábær á miðsvæðinu.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Einar Freyr Halldórsson er unglingalandsliðsmaður sem verður 17 ára í september. Hann lagði upp fyrra mark Þórs og átti í heild geggjaðan leik á miðjunni. Gefum Sigurði Heiðari Höskuldssyni, þjálfara Þórs, orðið: „Hann var frábær í dag. Hann er einn af okkar allra mikilvægustu mönnum. Hann er að stíga upp í alvöru hlutverk hjá okkur og er að skila því frábærlega. Hann er tæknilega frábær og heldur vel í boltann. Hann gerir frábærlega í marki númer eitt og er í rauninni maður leiksins."
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Einar Freyr Halldórsson er unglingalandsliðsmaður sem verður 17 ára í september. Hann lagði upp fyrra mark Þórs og átti í heild geggjaðan leik á miðjunni. Gefum Sigurði Heiðari Höskuldssyni, þjálfara Þórs, orðið: „Hann var frábær í dag. Hann er einn af okkar allra mikilvægustu mönnum. Hann er að stíga upp í alvöru hlutverk hjá okkur og er að skila því frábærlega. Hann er tæknilega frábær og heldur vel í boltann. Hann gerir frábærlega í marki númer eitt og er í rauninni maður leiksins."

Þór á annan leikmann í liði umferðarinnar en það er varnarmaðurinn Yann Emmanuel Affi sem var virkilega öflugur.
ÍR-ingar unnu útisigur gegn Völsungi og eru áfram á toppnum. Emil Nói Sigurhjartarson skoraði tvö mörk fyrir ÍR sem vann 3-2 útisigur. Bergvin Fannar Helgason skoraði eitt og Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar.
Amin Cosic kvaddi Njarðvík með því að skora sigurmarkið gegn Fylki en þessi efnilegi leikmaður er nú genginn í raðir KR. Sigurjón Már Markússon hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar og er í úrvalsliðinu. Njarðvík er stigi á eftir ÍR en liðin mætast á föstudaginn!
Leiknir og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli líkt og í fyrstu umferð. Shkelzen Veseli skoraði mark Leiknis og var valinn maður leiksins en Breiðhyltingar eru enn í fallsæti.
Marin Mudrazija var valinn maður leiksins þegar Keflavík vann 5-4 gegn Fjölni í ótrúlegum leik. Mudrazija gat ekki keypt sér mark framan af móti en gerði tvö í þessum leik og var hættulegur. Ef hann er að finna takt gæti það reynst Keflvíkingum dýrmætt.
Reynir Freyr Sveinsson var valinn maður leiksins þegar Selfoss vann Grindavík. Annar sigur Selfyssinga í röð. Jón Vignir Pétursson er einnig í liði umferðarinnar en hann meiddist illa í leiknum og við sendum honum að sjálfsögðu batakveðjur, vonandi snýr hann aftur sem fyrst.
Fyrri úrvalslið:
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 13 | 8 | 4 | 1 | 24 - 10 | +14 | 28 |
2. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
8. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir