
Markverðir orðaðir við Manchester liðin, Kólumbíumaðurinn vill fara frá Liverpool til Þýskalands og Tottenham vill enskan landsliðsmiðvörð. Þetta og fleira í slúðrinu.
Manchester United íhugar að reyna við markvörðinn Emiliano Martínez (32) en verðmiði Aston Villa á Argentínumanninum, 40 milljónir punda, gæti fælt félagið frá. (Mail)
Luis Díaz (28) vill ólmur yfirgefa Liverpool í sumar og vonast til þess að Bayern München komi með nýtt tilboð til að sannfæra enska félagið. (ESPN)
Newcastle gæti misst af James Trafford (22) markverði Burnley þar sem Manchester City hefur áhuga á leikmanninum. (Telegraph)
Trafford er sagður vera áhugasamur um að snúa aftur til City. (Football Insider)
Newcastle mun bjóða enska bakverðinum Tino Livramento (22) nýjan samning til að reyna að fæla frá áhuga Manchester City. City er sagt tilbúið að greiða 65 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Times)
Tottenham íhugar að veita Liverpool samkeppni um að fá Marc Guehi (25), miðvörð Crystal Palace og enska landsliðsins. (Telegraph)
Manchester United hefur styrkt stöðu sína í baráttunni um Nicolas Jackson (24), senegalska framherjann hjá Chelsea, eftir að hann hafnaði bæði AC Milan og Napoli þar sem hann vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. (Sun)
AC Milan nálgast samkomulag við Brighton um kaup á Pervis Estupinan (27), bakverði frá Ekvador. (Athletic)
Juventus mun leggja aukna áherslu á að reyna að fá Jadon Sancho (25) frá Manchester United þegar Samuel Mbangula (21) og Timothy Weah (25) yfirgefa félagið. (Tuttosport)
Manchester United ætlar að keppa við Manchester City í baráttunni um Morten Hjulmand (26), danskan miðjumann hjá Sporting Lissabon. (A Bola)
Chelsea hefur áhuga á Xavi Simons (22), miðjumanni hjá RB Leipzig, en gæti þurft að selja leikmenn til að búa til pláss fyrir hollenska landsliðsmanninn í hóp sínum. (Telegraph)
West Ham hefur áhuga á Mads Hermansen (25), markverði Leicester City, og hefur formlega sett sig í samband við félag hans. (Sky Sports)
Nottingham Forest vinnur að því að klára samning við Dan Ndoye (22), svissneskan kantmann hjá Bologna. (Guardian)
Liverpool er að ganga frá langtímasamningi við enska miðjumanninn James McConnell (20) og gæti sent hann á lán í sumar. (Mail)
Sunderland og Fenerbahce halda áfram að sýna áhuga á Granit Xhaka (32) þrátt fyrir að Bayer Leverkusen hafi hafnað tilboðum í svissneska miðjumanninn. (Florian Plettenberg)
Napoli, AC Milan, Roma, Juventus og Inter hafa áhuga á Federico Chiesa (27), kantmanni Liverpool. (Calciomercato)
Everton hefur átt í viðræðum við Real Sociedad um möguleg kaup á japanska landsliðsmanninum Takefusa Kubo (24). (Teamtalk)
Búist er við að Fulham klári kaup á Benjamin Lecomte, (34), frönskum markverði Montpellier, á næstu dögum. (L'Equipe)
Athugasemdir