City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Toppliðin steinlágu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: KV
Það fóru fjórir leikir fram í 3. deildinni í gær þar sem afar áhugaverð úrslit litu dagsins ljós.

Topplið Augnabliks tapaði fyrsta leiknum sínum á deildartímabilinu. Kópavogsstrákarnir steinlágu á útivelli gegn Magna á Grenivík þar sem Gunnar Darri Bergvinsson setti tvennu í fjögurra marka sigri.

Augnablik er núna með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar og situr Magni í öðru sæti.

Hvíti riddarinn er dottinn niður í þriðja sæti eftir stórt tap á útivelli gegn KV. Samúel Már Kristinsson fór á kostum og skoraði þrennu í 5-2 sigri heimamanna í Vesturbænum.

Leikurinn varð spennandi í síðari hálfleik þegar Mosfellingum tókst að minnka muninn niður í eitt mark en nær komust þeir ekki. KV er núna í fimmta sæti, fjórum stigum á eftir Hvíta riddaranum.

Árbær og Reynir Sandgerði gerðu þá sex marka jafntefli þar sem heimamenn í Árbæ tóku forystuna þrisvar sinnum en alltaf tókst Sandgerðingum að jafna. Jordan Smylie var atkvæðamestur með tvennu.

Árbær er áfram í neðri hluta deildarinnar, með 16 stig eftir 13 umferðir - tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Reynir er í fjórða sæti, fjórum stigum frá öðru sætinu.

Að lokum hafði Sindri betur á útivelli gegn botnliði ÍH. Gestirnir í liði Sindra komust í þriggja marka forystu en ÍH náði að minnka muninn niður í eitt mark án þess þó að jafna. Lokatölur urðu 3-4.

Sindri er jafn Árbæ á stigum í fallbaráttunni á meðan ÍH er tíu stigum frá öruggu sæti.

Magni 4 - 0 Augnablik
1-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('7 )
2-0 Bjarki Þór Viðarsson ('37 )
3-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('41 )
4-0 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('80 )

KV 5 - 2 Hvíti riddarinn
1-0 Eyþór Daði Kjartansson ('3 )
2-0 Samúel Már Kristinsson ('30 )
3-0 Samúel Már Kristinsson ('39 )
3-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('48 , Mark úr víti)
3-2 Birkir Örn Baldvinsson ('59 )
4-2 Samúel Már Kristinsson ('69 )
5-2 Ólafur Fjalar Freysson ('72 )

Árbær 3 - 3 Reynir S.
1-0 Brynjar Óli Axelsson ('3 )
1-1 Jordan Smylie ('15 , Mark úr víti)
2-1 Gunnþór Leó Gíslason ('20 )
2-2 Jordan Smylie ('29 )
3-2 Stefán Bogi Guðjónsson ('70 )
3-3 Óðinn Jóhannsson ('82 )

ÍH 3 - 4 Sindri
0-1 Kjartan Jóhann R. Einarsson ('6 )
0-2 Viktor Ingi Sigurðarson ('28 )
0-3 Ragnar Þór Gunnarsson ('45 )
1-3 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('63 )
1-4 Maríus Máni Jónsson ('71 )
2-4 Benjamín Bæring Þórsson ('83 )
3-4 Magnús Stefánsson ('87 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 13 8 4 1 26 - 14 +12 28
2.    Magni 13 8 2 3 26 - 17 +9 26
3.    Hvíti riddarinn 13 8 1 4 36 - 22 +14 25
4.    Reynir S. 13 6 4 3 29 - 28 +1 22
5.    KV 13 6 3 4 41 - 29 +12 21
6.    Tindastóll 13 5 2 6 30 - 23 +7 17
7.    Árbær 13 4 4 5 31 - 34 -3 16
8.    Sindri 14 4 4 6 23 - 28 -5 16
9.    KFK 14 4 3 7 19 - 29 -10 15
10.    Ýmir 13 3 5 5 18 - 19 -1 14
11.    KF 13 3 5 5 17 - 18 -1 14
12.    ÍH 13 1 1 11 22 - 57 -35 4
Athugasemdir
banner