City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry hættur með Aftureldingu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perry Mclachlan hefur sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Aftureldingar sem leikur í Lengjudeildinni.

Gengið hefur verið mjög slæmt og Perry var ósáttur með stjórn félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Perry tók við sem þjálfari Aftureldingar undir lok árs 2023. Sumarið 2024 hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar en liðið er á botninum í dag aðeins með þrjú stig eftir ellefu umferðir.

Perry kom fyrst hingað til lands árið 2022 og var þjálfari Þór/KA í Bestu deildinni. Hann hélt síðan í KR ári síðar áður en hann tók við Aftureldingu.


Athugasemdir
banner