
Perry Mclachlan hefur sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Aftureldingar sem leikur í Lengjudeildinni.
Gengið hefur verið mjög slæmt og Perry var ósáttur með stjórn félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Perry tók við sem þjálfari Aftureldingar undir lok árs 2023. Sumarið 2024 hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar en liðið er á botninum í dag aðeins með þrjú stig eftir ellefu umferðir.
Gengið hefur verið mjög slæmt og Perry var ósáttur með stjórn félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Perry tók við sem þjálfari Aftureldingar undir lok árs 2023. Sumarið 2024 hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar en liðið er á botninum í dag aðeins með þrjú stig eftir ellefu umferðir.
Perry kom fyrst hingað til lands árið 2022 og var þjálfari Þór/KA í Bestu deildinni. Hann hélt síðan í KR ári síðar áður en hann tók við Aftureldingu.
Athugasemdir