City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr Paratici aftur til Spurs eftir 30 mánaða bann?
Fabio Paratici.
Fabio Paratici.
Mynd: EPA
Núna er 30 mánaða banni Fabio Paratici lokið og sagan segir að hann muni mögulega snúa aftur til Tottenham þar sem hann starfaði áður sem yfirmaður fótboltamála.

Paratici fékk 30 mánaða bann fyrir afskipti sín í fjármálabraski ítalska félagsins Juventus sem hann starfaði áður fyrir.

Núna er banni Paratici lokið og hann getur farið að vinna aftur í kringum fótboltann.

Samkvæmt Sky á Ítalíu gæti hann tekið aftur til starfa hjá Tottenham en tengsl hans við félagið eru sögð afar sterk.

Hinn 53 ára gamli Paratici sást á úrslitaleik Tottenham og Manchester United í Evrópudeildinni í maí síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner