Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 08:34
Elvar Geir Magnússon
Anton Stach til Leeds (Staðfest)
Anton Stach í leik með Hoffenheim.
Anton Stach í leik með Hoffenheim.
Mynd: EPA
Leeds United hefur keypt þýska miðjumanninn Anton Stach frá Hoffenheim fyrir um 17 milljónir punda. Hann er 26 ára og á tvo landsleiki.

Stach, sem hefur skrifað undir fjögurra ára samning, er sjötti leikmaðurinn sem Leeds fær eftir að félagið vann Championship-deildina á síðasta tímabili.

Sebastiaan Bornauw, Jaka Bijol, Gabriel Gudmundsson, Lukas Nmecha og Sean Longstaff höfðu áður bæst í leikmannahóp Daniel Farke.

„Ég er spenntur fyrir því að ganga í raðir svona öflugs liðs, svona góðs liðs í ensku úrvalsdeildinni. Ég myndi lýsa mér sem leikmanni sem spilar af ákefð, er góður í einvígum og með eiginleika sem henta vel í ensku deildina, segir Stach.


Athugasemdir
banner