City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea í viðræðum um Xavi Simons
Mynd: EPA
Xavi Simons, leikmaður RB Leipzig, vill fara frá félaginu í sumar en það er áhugi á honum úr ensku úrvalsdeildinni.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Chelsea.

Chelsea hefur rætt við umboðsmann Simons og Romano segir að félögin munu hefja viðræður á morgun.

Xavi á tvö ár eftir af samningi sínum en Sky segir frá því að Chelsea sé að einbeita sér að því að selja leikmenn áður en félagið fer á fulla ferð að reyna næla í Simons.

Þá er einnig áhugi á Simons frá Arsenal og Bayern.
Athugasemdir