Það er ekki annað hægt að segja en að Newcastle hafi átt afar vont sumar en liðið hefur reynt við marga leikmenn og bara landað einum.
Bryan Mbeumo, Hugo Ekitike, Joao Pedro, Liam Delap, James Trafford... Þetta eru allt leikmenn sem Newcastle hefur reynt við en þeir farið annað eða eru á leiðinni annað. Newcastle hafði einnig áhuga á Matheus Cunha og Dean Huijsen sem fóru í önnur félög.
Bryan Mbeumo, Hugo Ekitike, Joao Pedro, Liam Delap, James Trafford... Þetta eru allt leikmenn sem Newcastle hefur reynt við en þeir farið annað eða eru á leiðinni annað. Newcastle hafði einnig áhuga á Matheus Cunha og Dean Huijsen sem fóru í önnur félög.
Manchester United, sem átti hörmulegt tímabil í fyrra, er að vinna baráttu við Newcastle um leikmenn. Newcastle, sem er með ríkustu eigendur í heimi, er á leið í Meistaradeildina.
Hvað er í gangi?
Telegraph fjallar um málið og segir þar að Newcastle sé að reyna að versla í efstu hillu og geti ekki barist við stærstu félögin. „Hópur úrvalsleikmanna er lítill. Stærstu félögin eru að leita að því sama en önnur félög geta boðið upp á meiri peninga og nöfn annarra félaga eru stærri, þau eru með stærri og meiri arfleið sem heillar leikmenn. Þau hafa líka aðdráttarafl Lundúna og Manchester," segir í greininni.
Newcastle er með ríkustu eigendur í heimi en fjárhagsreglunum var nýverið breytt sem gerir Newcastle erfitt fyrir að brjóta bankann ef svo má að orði komast. Þeir þurfa að vera sniðugari.
Síðustu ár hefur Newcastle verið sniðugt í því að sækja leikmenn eins og til dæmis Alexander Isak, Bruno Guimaraes og Sandro Tonali. Þessir leikmenn voru ekki endilega úr efstu hillu þegar þeir voru keyptir en eru það núna. Newcastle þarf líklega að finna fleiri leikmenn úr því móti því félagið er ekki á þeim stað núna að geta keypt við allra stærstu félögin á meðan fjárhagsreglurnar eru eins og þær eru. Newcastle vill þó leikmenn úr efstu hillu þar sem félagið er í Meistaradeildinni og vill berjast um titla.
Það hefur líka pirrað Newcastle að félög vita að þarna eru ríkustu eigendur í heimi og hafa þau sett hærri verðmiða á leikmenn sem Newcastle eltist við út af því. Það hefur gert félaginu erfiðara fyrir á leikmannamarkaðnum út af fjárhagsreglunum sem setja félögum strangari ramma.
Eins og áður segir er Elanga eini leikmaðurinn sem Newcastle hefur sótt til þessa og verður athyglisvert að sjá hvort fleiri leikmenn detti inn.
Athugasemdir