Núna rétt í þessu var dregið í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þrjú íslensk lið eru í pottinum; KA, Víkingur R. og Valur.
Í annarri umferð spilar KA við Silkeborg frá Danmörku, Víkingur við Vilaznia frá Albaníu og Valur við Zalgiris Kaunas frá Litháen.
Í annarri umferð spilar KA við Silkeborg frá Danmörku, Víkingur við Vilaznia frá Albaníu og Valur við Zalgiris Kaunas frá Litháen.
Víkingar fengu erfiðan drátt því þeir mæta líklega Bröndby frá Danmörku ef þeir komast áfram gegn Vilaznia; þeir fá annað hvort Bröndby eða HB frá Færeyjum.
Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta þeir annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi.
Þá spilar Valur við Arda frá Búlgaríu eða HJK frá Finnlandi ef Hlíðarendafélagið kemst áfram.
Athugasemdir