City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Ísak með frábær tilþrif og kom sér strax á blað
Mynd: Lyngby
Mynd: Lyngby
Ísak Snær Þorvaldsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Lyngby en hann kom til danska félagsins á láni frá Rosenborg fyrir einni og hálfri viku síðan.

Fyrsta umferðin í dönsku 1. deildinni fór fram um helgina og heimsótti Lyngby, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, lið Esbjerg.

Ísak byrjaði á bekknum en kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik og á 88. mínútu innsiglaði hann 0-2 útisigur.

Esbjerg var í leit að jöfnunarmarki og Ísak var tilbúinn þegar það kom langur bolti fram úr vítateig Lyngby. Ísak var fyrstur að boltanum, lyfti honum svo yfir varnarmann sem kom á sprettinum, tók eina snertingu í viðbót áður en hann svo skoraði. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og viðtal sem tekið var við hann eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner