Ítalíumeistarar Napoli eru búnir að ganga frá kaupum á miðverðinum Sam Beukema sem kemur til félagsins úr röðum Cagliari.
Ítalskir fjölmiðlar telja Napoli hafa greitt um 30 milljónir til að festa kaup á Beukema, sem er 26 ára gamall og skrifar undir fimm ára samning.
Beukema gekk til liðs við Bologna fyrir tveimur árum og hefur verið mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar síðan.
Hann lék 80 leiki á tveimur árum hjá Bologna en þar áður var hann lykilmaður í varnarlínunum hjá Go Ahead Eagles og AZ Alkmaar í hollensku deildinni.
Beukema er hollenskur en hefur aldrei leikið fyrir þjóð sína. Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Napoli í sumar eftir Kevin De Bruyne, Noa Lang, Lorenzo Lucca og Luca Marianucci.
Beukema tekur stöðu Rafa Marín í leikmannahópi Antonio Conte.
Sam is proud to be one of us! ?
— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) July 20, 2025
????#ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeBeukema pic.twitter.com/77E6aLLJZL
Athugasemdir