Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli borgar 30 milljónir fyrir Beukema (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Napoli eru búnir að ganga frá kaupum á miðverðinum Sam Beukema sem kemur til félagsins úr röðum Cagliari.

Ítalskir fjölmiðlar telja Napoli hafa greitt um 30 milljónir til að festa kaup á Beukema, sem er 26 ára gamall og skrifar undir fimm ára samning.

Beukema gekk til liðs við Bologna fyrir tveimur árum og hefur verið mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar síðan.

Hann lék 80 leiki á tveimur árum hjá Bologna en þar áður var hann lykilmaður í varnarlínunum hjá Go Ahead Eagles og AZ Alkmaar í hollensku deildinni.

Beukema er hollenskur en hefur aldrei leikið fyrir þjóð sína. Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Napoli í sumar eftir Kevin De Bruyne, Noa Lang, Lorenzo Lucca og Luca Marianucci.

Beukema tekur stöðu Rafa Marín í leikmannahópi Antonio Conte.


Athugasemdir
banner
banner
banner