Inter er í viðræðum við Atalanta um Ademola Lookman. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Atalanta vilji fá Federico Chiesa frá Liverpool til að leysa Lookman af hólmi.
Inter vill fá nígeríska framherjann á láni með möguleika á að festa kaup á honum síðar.
Chiesa gekk til liðs við Liverpool frá Juventus síðasta sumar en kom aðeins við sögu í 14 leikjum og skoraði tvö mörk. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn.
Atalanta er reiðubúið að borga 12 milljónir punda fyrir Chiesa og þá myndi Liverpool borga stóran hluta af laununum hans.
Liverpool er í æfingaferð í Asíu þessa stundina en Chiesa er ekki í leikmannahópnum.
Athugasemdir