City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 15:30
Innkastið
„Nákvæmlega þannig frammistaða"
Skoraði sitt annað mark á tímabilinu gegn ÍA.
Skoraði sitt annað mark á tímabilinu gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóan Símun verður 34 ára seinna í þessari viku. Hann hefur á sínum ferli verið á mála hjá Newcastle og Arminia Bielefeld.
Jóan Símun verður 34 ára seinna í þessari viku. Hann hefur á sínum ferli verið á mála hjá Newcastle og Arminia Bielefeld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það vakti athygli í leik KA og ÍA að Jóan Símun Edmundsson byrjaði sem fremsti maður liðsins. Færeyingurinn hefur ekki átt gott tímabil með KA og ekki mikið verið notaður í stöðu fremsta manns.

Hann skoraði fyrra mark KA í 2-0 sigri eftir undirbúning frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og Ingimar Stöle.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

„Ásgeir og Viðar báðir á bekknum. Ég sá á Jóan að hann fann að hann þurfti að sýna meira en hann hefur gert," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu þar sem leikir helgarinnar voru gerðir upp.

„Þetta var nákvæmlega þannig frammistaða, hann tók það mikið inn á sig að hann þyrfti að sýna frammistöðu og hann gerði það. Hann var 'busy', var flottur í leiknum, hann er náttúrulega góður í fótbolta og sýndi það á köflum. Vinnusemin í honum var gríðarleg í þessum leik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í þættinum.

Rætt var um KA í þættinum en fyrir leikinn var liðið í botnsæti deildarinnar, en þó ekki nema fjórum stigum frá 6. sætinu.

„Þeir voru ekki búnir að bakka að veggnum, heldur komnir inn í hann. Þeir voru hrikalegir gegn FH, en þarna svara þeir, sýndu hjarta og mér fannst sjást að þeir þyrftu þennan sigur meira en ÍA," sagði Sæbjörn.

„Mér fannst þeir taktískt öflugir, hlaupa völlinn vel, mikil vinnsla í Hallgrími og Edmundsson. Þeir áttu þennan sigur klárlega skilið. Þó að ÍA hafi bankað í seinni hálfleik, þá fannst mér þetta verðskuldaður sigur hjá KA. Þeir poppa alltaf upp með frammistöðu þegar maður heldur að þeir séu alveg að skíta á sig," sagði Siggi.


Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner