City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Skil ekki alveg hvað Haukur Andri er að gera á bekknum"
Haukur Andri er tvítugur miðjumaður sem var seldur til Lille sumarið 2023 og sneri aftur í ÍA síðasta sumar.
Haukur Andri er tvítugur miðjumaður sem var seldur til Lille sumarið 2023 og sneri aftur í ÍA síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaður sem hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í deildinni.
U21 landsliðsmaður sem hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir þurfa skapandi leikmann, Lárusi Orra fannst þurfa miðjumann og hann sótti hann (Jonas Gemmer). Ég hugsa að þeir þurfi einn fram á við sem getur komið með einhver mörk að borðinu."

Þetta sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í Innkastinu þar sem leikirnir í Bestu deildinni síðustu daga voru gerðir upp.

Rætt var um ÍA eftir 2-0 tapið fyrir KA á laugardag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

Haukur Andri Haraldsson er leikmaður sem margir voru spenntir fyrir þegar komið var inn í tímabilið. Hann hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum.

„Ég skil ekki alveg hvað Haukur Andri er að gera á bekknum. Það vantar rosalega ferskleika, einhvern sem getur gert eitthvað öðruvísi og sprengt eitthvað upp. Ómar Björn var aðeins í því, kraftur í honum og hann er að reyna, svolítið næstum því hjá honum."

„Ég sakna þess að hafa týpu eins og Hauk Andra inn á."

„Það voru væntingar gerðar til hans fyrir tímabilið, hann kannski ekki alveg staðið undir þeim, en ég held að við allir viljum hafa svona gæja inn á því þetta er hrikalega skemmtilegur leikmaður; hlaupageta og ástríða."

„Utan frá er þetta skritið,"
sagði Siggi.
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir