Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 10:55
Elvar Geir Magnússon
Granit Xhaka vill fara til Sunderland
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Granit Xhaka hefur tilkynnt Bayer Leverkusen að hann vilji ganga í raðir Sunderland.

Sunderland, sem er komið upp í ensku úrvalsdeildina, hefur átt í viðræðum við Leverkusen.

Xhaka er fyrirliði svissneska landsliðsins, er 32 ára, og hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við Sunderland um kaup og kjör.

Hann þekkir ensku úrvalsdeildina vel eftir að hafa spilað fyrir Arsenal 2016-2023.


Athugasemdir
banner