Ási Haralds er fimmtugur í dag

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, fagnar í dag fimmtugsafmælinu sínu.
Hann fagnar því á Evrópumótinu þar sem stelpurnar okkar eru á sínu fimmta EM í röð. Þær hefja leik í Sviss á morgun gegn Finnlandi.
Hann fagnar því á Evrópumótinu þar sem stelpurnar okkar eru á sínu fimmta EM í röð. Þær hefja leik í Sviss á morgun gegn Finnlandi.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var þá spurður að því hvort hann væri ekki búinn að hugsa vel um Ása í dag.
„Ég hef reyndar lítið verið í því, en ég er allavega búinn að knúsa hann," sagði Steini.
„Ási er búinn að fá afmælisköku og afmælissöng frá öllum. Ég gaf honum eina gjöf sjálfur. Hann naut athyglarinnar í dag og hann elskaði það. Þetta var góður dagur fyrir hann."
Glódís Perla sagði þá: „Hann fékk að vera með ræðu."
En hvað gaf Steini honum?
„Það kemur í ljós."
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir