Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Dramatík í kærkomnum sigri Hauka
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Keflavík 2 - 3 Haukar
1-0 Ariela Lewis ('6 )
1-1 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('17 )
1-2 Rut Sigurðardóttir ('61 )
2-2 Marín Rún Guðmundsdóttir ('66 )
2-3 Halla Þórdís Svansdóttir ('90 )

Haukar unnu kærkominn sigur þegar liðið heimsótti Keflavík í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Heimakonur komust yfir snemma leiks en Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir jafnaði metin stuttu síðar. Rut Sigurðardóttir kom Haukum síðan yfir en Marín Rún Guðmundsdóttir jafnaði metin fyrir Keflavík fimm mínútum síðar.

Það var síðan Hallla Þórdís Svansdóttir sem skoraði sigurmark Hauka þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Haukar höfðu aðeins nælt í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum fyrir leik kvöldsins en Keflavík hafði verið taplaust í síðustu þremur leikjum. Haukar eru í 7. sæti með 10 stig en Keflavík í 6. sæti með 12 stig.

Keflavík Anna Arnarsdóttir (m), Kristrún Ýr Holm, Emma Kelsey Starr, Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (69'), Marín Rún Guðmundsdóttir (69'), Olivia Madeline Simmons, Hilda Rún Hafsteinsdóttir, Brynja Arnarsdóttir, Salóme Kristín Róbertsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir, Ariela Lewis (79')
Varamenn Thelma Sif Róbertsdóttir, Mia Angelique Ramirez (69'), María Rán Ágústsdóttir, Watan Amal Fidudóttir, Amelía Rún Fjeldsted (69'), Elfa Karen Magnúsdóttir (79'), Vala Björk Jónsdóttir (m)

Haukar Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir (m), Anna Rut Ingadóttir, Kristín Magdalena Barboza (63'), Rut Sigurðardóttir, Berglind Þrastardóttir (90'), Halla Þórdís Svansdóttir, Selma Sól Sigurjónsdóttir, Hekla Björk Sigþórsdóttir, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, Ásdís Halla Jakobsdóttir (46'), Glódís María Gunnarsdóttir
Varamenn Rakel Lilja Hjaltadóttir, Aníta Ösp Björnsdóttir, Sara Kristín Jónsdóttir, Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (63), Kristín Erla Halldórsdóttir (46), Ragnheiður Tinna Hjaltalín (90), Elma Dís Ólafsdóttir
Athugasemdir
banner