Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 01. ágúst 2024 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar stefnir á að spila úti í vetur: Samtalið við Freysa er virkt
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson og Freyr Alexandersson
Aron Einar Gunnarsson og Freyr Alexandersson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson snéri aftur heim í dag og var kynntur sem leikmaður uppeldisfélagsins Þórs. Hann stefnir á að fara á lán frá félaginu erlendis fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun september.


„Við tökum samtalið þegar að því kemur, það er ekkert niðurneglt. Það verður allt að koma í ljós. Fyrst og fremst þarf ég að koma mér í gang, þ.e. að spila og svo tökum við samtalið eftir það," sagði Aron Einar.

Hann hefur verið orðaður við belgíska liðið Kortrijk en hann þekkir Frey Alexandersson, þjálfara liðsins, vel og þeir hafa rætt málin.

„Ég ætla ekki að fara í feluleik með það. Við höfum unnið saman, bæði með félagsliði og landsliði. Hann veit hvað hann fær ef hann fær 'fit' Aron þá vill hann það. En ég þarf að koma mér í gang til að spila í Belgíu, ég átta mig á því," sagði Aron Einar.

Þór er í 8. sæti Lengjudeildarinnar, sex stigum frá umspilssæti. Aron vonast til að skilja liðið eftir í góðum möguleika á að komast upp áður en hann fer á láni.

„Vonandi virkar planið þannig að ég skilji liðið eftir í umspili og í séns á að komast upp og komi svo aftur í deild þeirra bestu á Íslandi. Það skiptir mig engu máli þannig séð en það yrði draumastaðan. Þeir vita það líka Þórsararnir, þeir eru að hjálpa mér að koma mér í gang og eiga hrós skilið fyrir það að taka það samtal heiðarlega," sagði Aron Einar.


Með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna - „Kominn heim í Hamar heim"
Athugasemdir
banner
banner