Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 09:53
Elvar Geir Magnússon
Kristján Guðmunds hættur með Val (Staðfest)
Kvenaboltinn
Kristján stígur frá borði.
Kristján stígur frá borði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Guðmundsson.
Matthías Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson er hættur þjálfun Vals í Bestu deild kvenna en hann óskaði sjálfur eftir því að láta af störfum. Hann hefur stýrt liðinu ásamt Matthíasi Guðmundssyni og mun Matthías taka einn við stjórnartaumunum.

Valsliðið hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í sumar og situr í fimmta sæti í Bestu deild kvenna.

Fréttatilkynning Vals:
Kristján hættir sem þjálfari Vals

Kristján Guðmundsson sem stýrt hefur kvennaliði Vals ásamt Matthíasi Guðmundssyni frá því í haust er hættur sem þjálfari liðsins. Kristján óskaði sjálfur eftir því við stjórn Vals að stíga til hliðar. Matthías og þjálfarateymið munu stýra liðinu.
Leikmannahópi Vals var tilkynnt þetta á æfingu nú í morgun.

„Það er frábært fólk í Val og hér er gott að vera en árangurinn hefur ekki verið eins og ég hefði viljað og á því er ég fyrst og fremst að axla ábyrgð með þessari ákvörðun. Ég óska öllum í Val hins besta og þakka fyrir mig,“ segir Kristján Guðmundsson.

Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar segir það alls ekki neina óskastöðu að breyta til í þjálfarateyminu á miðju tímabili en tekur undir að árangurinn sé undir pari.

„Það býr klárlega meira í Valsliðinu eins og við höfum sýnt með úrslitum í einhverjum leikjum í sumar. Það hefur hinsvegar líka vantað upp á frammistöður eins og staðan í töflunni sýnir. Framundan eru hörku leikir hjá okkur m.a. gegn Breiðablik í næsta leik og svo er það evrópukeppnin. Við treystum Matta og teyminu til þess að stýra liðinu áfram,“segir Björn Steinar.

Björn þakkari Kristjáni fyrir sitt framlag til Vals og segir stjórn knattspyrnudeildar Vals virða ákvörðun Kristjáns.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 11 9 1 1 43 - 8 +35 28
2.    FH 11 8 1 2 26 - 12 +14 25
3.    Þróttur R. 11 8 1 2 24 - 11 +13 25
4.    Þór/KA 11 6 0 5 19 - 18 +1 18
5.    Valur 11 4 3 4 14 - 15 -1 15
6.    Fram 11 5 0 6 15 - 24 -9 15
7.    Tindastóll 11 4 1 6 17 - 20 -3 13
8.    Stjarnan 11 4 0 7 12 - 24 -12 12
9.    Víkingur R. 11 3 1 7 18 - 27 -9 10
10.    FHL 11 0 0 11 5 - 34 -29 0
Athugasemdir
banner
banner
banner