Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   fim 01. september 2022 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Acerbi kominn til Inter (Staðfest)
Mynd: EPA

Inter er búið að staðfesta komu Francesco Acerbi á lánssamningi frá Lazio.


Þessi 34 ára miðvörður hefur verið meðal bestu leikmanna Lazio undanfarin ár en lenti í rifrildum við stjórnendur félagsins og er núna farinn á önnur mið.

Acerbi, sem á 173 leiki á fjórum árum hjá Lazio, á 25 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

Hann verður varaskeifa fyrir Milan Skriniar, Stefan de Vrij og Alessandro Bastoni sem mynda öfluga varnarlínu Inter.

Inter fær kaupmöguleika með lánssamningnum þar sem Acerbi er samningsbundinn Lazio til 2025 þrátt fyrir aldurinn.


Athugasemdir
banner