Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 01. október 2020 09:34
Magnús Már Einarsson
Löbbuðu af velli eftir að fordóma í garð samkynhneigðra
Landon Donovan þjálfari San Diego Loyal.
Landon Donovan þjálfari San Diego Loyal.
Mynd: Getty Images
Leikmenn San Diego Loyal gengu af velli og gáfu leik sinn gegn Phoenix Rising í bandarísku B-deildinni í nótt. Rétt fyrir leikhlé var Phoenix Rising með fordóma í garð Collin Martin, miðjumanns San Diego Loyal, en hann er samkynhneigður.

Leikmenn San Diego mættu út á völl í síðari hálfleik en um leið og dómarinn flautaði á gengu þeir af velli til að mótmæla fordómunum.

Með þessu gáfu leikmenn San Diego leikinn eftir að hafa verið 3-1 yfir. Í síðustu viku gáfu leikmenn San Diego einnig leik gegn varaliði LA Galaxy eftir að miðjumaðurinn Elijah Martin varð fyrir kynþáttafordómum. LA Galaxy hefur rekið leikmanninn sem var með fordómana.

Fyrrum bandaríski landsliðsmaðurinn Landon Donovan er þjálfari San Diego Loyal en hann segir að liðið hafi ákveðið að ganga af velli í gær þar sem hvorki dómarinn né Phoenix Rising ákvað að reka leikmanninn með fordómana af velli.

„Ef þeir vilja ekki bregðast við þá verðum við að gera það," sagði Donovan eftir leik.

Athugasemdir
banner
banner