Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   lau 01. október 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mourinho í stúkunni er Roma lagði Inter - Milan skoraði tvö mörk í uppbótartíma
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Paulo Dybala skoraði fyrir Roma
Mynd: EPA
Rafael Leao var eins og oft áður, magnaður
Rafael Leao var eins og oft áður, magnaður
Mynd: EPA
Ítalska meistaraliðið AC Milan vann dramatískan 3-1 sigur á Empoli í Seríu A í dag, en þrjú mörk komu undir lok leiksins. Drengirnir hans Jose Mourinho í Roma unnu þá Inter, 2-1.

Rafael Leao skapaði sér tvö góð færi í fyrri hálfleiknum milli Milan og Empoli en þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan enn markalaus.

Liðin héldu áfram að skapa sér færi í þeim síðari en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 79. mínútu. Ante Rebic gerði það eftir sendingu frá Leao. Þrjú mörk voru síðan skoruð undir lok leiks.

Nedim Bajrami jafnaði metin á annarri mínútu í uppbótartíma en Fode Ballo-Toure kom Milan aftur yfir tæpur tveimur mínútum síðar áður en Leao gerði út um leikinn á sjöundu mínútu í uppbótartímanum. Dramatískur sigur hjá meisturunum sem eru í 3. sæti með 17 stig.

Andre Zambo Anguissa skoraði tvívegis er Napoli vann Torino, 3-1 og þá gerði Kvicha Kvaratskhelia (Kvaradona) þriðja mark liðsins, en Napoli er á toppnum með 20 stig.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, var í banni er lið hans vann Inter, 2-1. Ítalski vinstri bakvörðurinn Federico Dimarco kom Inter yfir á 30. mínútu en Paulo Dybala jafnaði níu mínútum síðar. Það var svo enski varnarmaðurinn Chris Smalling sem tryggði Roma öll stigin þegar fimmtán mínútur voru eftir. Roma er í 5. sæti með 16 stig en Inter í 7. sæti með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 1 - 3 Milan
0-1 Ante Rebic ('79 )
1-1 Nedim Bajrami ('90 )
1-2 Fode Toure ('90 )
1-3 Rafael Leao ('90 )

Inter 1 - 2 Roma
1-0 Federico Dimarco ('30 )
1-1 Paulo Dybala ('39 )
1-2 Chris Smalling ('75 )

Napoli 3 - 1 Torino
1-0 Andre Zambo Anguissa ('6 )
2-0 Andre Zambo Anguissa ('12 )
3-0 Khvicha Kvaratskhelia ('37 )
3-1 Antonio Sanabria ('44 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner
banner