Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mán 01. nóvember 2021 21:40
Elvar Geir Magnússon
Aguero frá í þrjá mánuði vegna hjartavandamála
Barcelona hefur tilkynnt það að argentínski sóknarmaðurinn Sergio Aguero muni ekki spila í þrjá mánuði en hann fann verk fyrir brjósi í leik gegn Alaves á laugardaginn.

Aguero var með hjartsláttartruflanir og var sendur með sjúkrabíl á spítala.

Aguero mun nú fara í meðhöndlun vegna veikinda sinna en á meðan verður fylgst grannt með heilsu hans.

Á Instagram greindi Aguero, sem er 33 ára og kom frá Manchester City í sumar, frá því að honum líður vel og væri brattur fyrir endurhæfinguna sem væri framundan.

Aguero var aðeins að spila sinn annan byrjunarliðsleik fyrir Barcelona en hann byrjaði tímabilið á meiðslalistanum.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Athletic 4 3 1 0 6 3 +3 10
3 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Villarreal 3 2 1 0 8 1 +7 7
5 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
8 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
9 Alaves 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
11 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
12 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
13 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
14 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
15 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
16 Atletico Madrid 3 0 2 1 3 4 -1 2
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner