Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 02. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar Árni Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Arnarsson
Halldór Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Árni Snær Ólafsson
Árni Snær Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær er miðjumaður sem leikið hefur með ÍR, Breiðabliki, Selfossi, Keflavík, ÍBV og ÍA á sínum ferli. Hann gekk í raðir ÍA síðla sumars 2019 en hann er upalinn hjá ÍR.

Sindri lék á sínum tíma ellefu unglingalandsleiki og á síðustu leiktíð lék hann sautján leiki með ÍA sem endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sindri Snær Magnússon

Gælunafn: Sinsmag, Snitzel

Aldur: 28 vetra

Hjúskaparstaða: Einstæður

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2008 með ÍR gegn Víði

Uppáhalds drykkur: Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Public House

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Entourage

Uppáhalds tónlistarmaður: Khalid

Uppáhalds hlaðvarp: Heimskviður og ég hef helvíti gaman af Steve Dagskrá

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi er kóngurinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, daim og Olsen Olsen

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Labbaði í bílinn áðan

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni Reykjavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Guilherme sem spilar í Tyrklandi í dag.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að gera upp á milli, Jóhannes Karl er efstur meðal jafningja

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Halldór Arnarsson minn fyrrum liðsfélagi getur verið óþolandi

Sætasti sigurinn: Bikarúrslit 2017 gegn FH

Mestu vonbrigðin: Að hafa aldrei skorað mark í Íslandsmóti með ÍR

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hilmar Árni, væri draumur að fá að spila með honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eyjólfur Héðinsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Selma Sól Magnúsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Auðvelt, Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Uppáhalds staður á Íslandi: Sundlaugin í Vestmannaeyjum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég man eftir einu þegar Guðmundur Þórarinsson var á vinstri kantinum, Noregur átti innkast, hann var að dekka sinn mann með fókus upp á 10. Þá spyr Luka, Gummi ertu api í búri?
Gummi svarar, já já en heyrði ekkert hvað hann var spurður að þar sem hann var bara vel einbeittur.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei sem betur fer ekki

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Íslenskur körfubolti, íslenskur handbolti, NFL og pílan.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike, Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Strögglaði mikið með dönskuna

Vandræðalegasta augnablik: Alltof mörg sem koma upp en tengt knattspyrnu er það líklega þegar ég reyndi að færa froðuna í aukaspyrnu gegn Stjörnunni fyrir nokkrum árum síðan. Pablo Punyed stoppaði það strax í fæðingu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Vitleysingana mér á vinstri hönd Hallur Flosason og Árni Snær Ólafsson þá fara fram allskonar óeðlilegir hlutir, síðan fengi Óttar Bjarni að reyna að halda öllum á tánum til að halda lífi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Pass

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Árni Snær, mús í hesthúsi og allt það. Það er í raun ótrúlegt hversu gáfaður hann er fyrir utan búningsklefann. Verndaður starfstitill og gráða.

Hverju laugstu síðast: Að ég myndi mæta í heimsókn eftir klukkustund þegar það var óraunhæft fyrr í dag

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Niðurskokk eða cool down í öllu formi. Það er ekki í lagi.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Lionel Messi, hvaða bragð hann er með af Yerba Mate í Gourd-inu sínu.
Athugasemdir
banner