Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. apríl 2021 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man City keypti Godin 2015 - Simeone hótaði að hætta
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski miðvörðurinn Diego Godin var meðal bestu varnarmanna heims þegar hann var uppá sitt besta.

Manchester City voru næstum búnir að kaupa hann frá Atletico Madrid sumarið 2015, stórveldið var í leit að miðverði til að spila við hlið Vincent Kompany.

Godin var 29 ára á þessum tíma og ákvað Man City að borga upp söluákvæðið sem var í samningi hans hjá Atletico.

Þegar Diego Simeone þjálfari og liðsfélagarnir fréttu af þessu varð viðsnúningur í málinu. Þeir hótuðu allir að yfirgefa félagið ef Godin yrði ekki boðinn nýr samningur.

Degi síðar var Godin búinn að skrifa undir nýjan samning við Atletico, sem endaði í öðru sæti Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner