Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 02. apríl 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Ekki langt í Timber - Arteta tjáir sig um miðvarðaparið magnaða
„Hann er að gera ótrúlega vel og er mættur aftur til æfinga. Það er ekki langt í hann," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, um hollenska varnarmanninn Jurrien Timber sem er að jafna sig eftir erfið meiðsli.

„Hann er stöðugt að æfa með okkur en lokakaflinn í endurhæfingunni er snúinn og getur stundum tekið smá tíma. Vonandi er stutt í hann, ég tel góða möguleika á að hann geti snúið aftur áður en tímabilinu lýkur."

Timber er 22 ára hollenskur varnarmaður sem gekk í raðir Arsenal frá Ajax síðasta sumar en meiddist á hné strax í fyrsta leik tímabilsins. Það er eini deildarleikur hans á tímabilinu.

Arsenal tekur á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Arteta sagði á fréttamannafundi í dag að staðan á Bukayo Saka og Gabriel Martinelli sé góð en þeir hafa báðir verið að glíma við smávægileg meiðsli.

Flæði í samvinnu Gabriel og Saliba
Þá tjáði hann sig meðal annars um magnaða samvinnu miðvarðaparsins Gabriel og William Saliba sem hlotið hafa verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína.

„Þú getur séð jafnvægið í samvinnu þeirra og hvernig þeir vega hvorn annan upp. Þeir njóta þess að spila saman og það er flæði í samvinnunni. Þeir hafa verið afskaplega góðir og eru okkur mikilvægir," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner