
Njarðvíkingar tóku á móti Fylki í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í Njarðvík í kvöld.
Flestir búast við því að Fylkir hlaupi með deildina en Njarðvíkingar sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fylkir
„Fínn leikur hjá okkur. Við spiluðum vel og mér fannst við vera betri í þessum leik" Sagði Amin Cosic markaskorari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.
„Við vorum hættulegir seinustu tíu og og vorum með þá allan tímann inni í teig og þeir voru bara að verjast en bara geggjaður leikur og geggjað að fá stig líka"
Amin Cosic skoraði í kvöld sitt fyrsta deildarmark fyrir Njarðvík en hann hefur beðið í ár eftir því.
„Ég er búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár. Ég var að bíða eftir þessu frá síðasta tímabili en það er geggjuð tilfinning að skora"
Njarðvík fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik sem Dominik Radic tók og klikkaði á en Amin spurði fyrir vítið hvort hann mætti taka það.
„Ég spurði en eldri leikmenn fá forgang og þeir taka þessi víti"
Aðspurður um hverju mætti búast við frá honum sjálfum og Njarðvíkurliðinu var svarið einfalt.
„Við ætlum bara að gera okkar besta og ná besta árangri hjá Njarðvík í sögu Njarðvíkur og svo frá mér þá vonandi bara mörk, stoðsendingar og að spila vel"
Nánar er rætt við Amin Cosic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
2. Selfoss | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Fylkir | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
4. HK | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
5. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. Þór | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Þróttur R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Völsungur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |