Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 28. apríl 2025 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Viktor Freyr SIgurðsson markvörður Fram
Viktor Freyr SIgurðsson markvörður Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Fyrst og fremst ánægður að ná að vinna þennan leik 3-0 og 'clean sheet'. Fyrst og fremst gaman að vinna" sagði Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Fram eftir sigurinn í kvöld.

Viktor Freyr átti flottan leik fyrir Fram í kvöld og átti lykilvörslur fyrri sitt lið þegar á reyndi og leið Viktori mjög vel á vellinum.

„Hún var mjög góð frá fyrstu mínútu. Geggjaðar aðstæður hérna og gott veður. Geggjaður dagur til þess að spila góðan fótbolta" 

„Það var bara liðsheildin sem vann þetta í dag. Það voru allir 'on it' í dag og tilbúnir að berjast fyrir liðið"

Viktor Freyr er orðin aðalmarkvörður Fram en það kom nokkuð óvænt upp eftir að Ólafur Íshólm óskaði eftir að yfirgefa félagið þegar hann var ekki í liðinu gegn ÍBV í síðasta leik og hefur skapast einhver umræða eftir það.

„Ég er svo sem ekkert að fylgjast með þessu. Þetta er bara ekki í mínum höndum, ekkert sem ég get gert" 

„Þetta kom alveg á óvart en þetta truflaði mig ekki neitt. Maður gaf sér einn dag til þess að átta sig á þessu og svo hef ég bara vinnu að vinna hérna" 

Viðtalið í heild má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 2 2 26 - 14 +12 29
2.    Breiðablik 13 8 2 3 24 - 18 +6 26
3.    Valur 13 7 3 3 35 - 19 +16 24
4.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
5.    Fram 13 6 1 6 21 - 18 +3 19
6.    Vestri 13 6 1 6 13 - 11 +2 19
7.    Afturelding 13 5 2 6 15 - 17 -2 17
8.    KR 13 4 4 5 34 - 34 0 16
9.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
10.    ÍBV 13 4 2 7 13 - 21 -8 14
11.    KA 13 3 3 7 12 - 25 -13 12
12.    ÍA 13 4 0 9 15 - 31 -16 12
Athugasemdir
banner
banner