Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 0 Afturelding
„Fyrst og fremst ánægður að ná að vinna þennan leik 3-0 og 'clean sheet'. Fyrst og fremst gaman að vinna" sagði Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Fram eftir sigurinn í kvöld.
Viktor Freyr átti flottan leik fyrir Fram í kvöld og átti lykilvörslur fyrri sitt lið þegar á reyndi og leið Viktori mjög vel á vellinum.
„Hún var mjög góð frá fyrstu mínútu. Geggjaðar aðstæður hérna og gott veður. Geggjaður dagur til þess að spila góðan fótbolta"
„Það var bara liðsheildin sem vann þetta í dag. Það voru allir 'on it' í dag og tilbúnir að berjast fyrir liðið"
Viktor Freyr er orðin aðalmarkvörður Fram en það kom nokkuð óvænt upp eftir að Ólafur Íshólm óskaði eftir að yfirgefa félagið þegar hann var ekki í liðinu gegn ÍBV í síðasta leik og hefur skapast einhver umræða eftir það.
„Ég er svo sem ekkert að fylgjast með þessu. Þetta er bara ekki í mínum höndum, ekkert sem ég get gert"
„Þetta kom alveg á óvart en þetta truflaði mig ekki neitt. Maður gaf sér einn dag til þess að átta sig á þessu og svo hef ég bara vinnu að vinna hérna"
Viðtalið í heild má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |