Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 29. apríl 2025 23:43
Anton Freyr Jónsson
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi og öruggan 7-1 heimasigur gegn nýliðum Fram í Bestu deildinni í dag. Eftir leikinn ræddi Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Fótbolta.net.

„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

Hann hreyfði aðeins við leikmannahópnum og byrjaði með Öglu Maríu Albertsdóttur, Karitas Tómasdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum.

„Þetta var tækifæri til að gefa leikmönnum mínútur, mótið er ungt og við viljum halda öllum eins ferskum og hægt er. Að spila tvo leiki í röð getur verið erfitt, sérstaklega fyrir kraftmikla leikmenn eins og Öglu Maríu. Þetta var frábært tækifæri og ég er mjög ánægður með framlagið hjá þeim þegar þær komu inn, Berglind skoraði og Agla Marí lagði upp mörk."

Telma Ívarsdóttir gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers í dag. Nik var spurður út í þau tíðindi.

„Kate fór úr axlarlið eftir leikinn í Meistarakeppninni, hún hefði í raun ekki átt að spila neinn af leikjunum eftir það, en hefur gert frábærlega að komast í gegnum það. Telma verður hjá okkur fram að EM á láni frá Rangers og vonandi verður Kate orðin í lagi fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Nik sem er með Breiðablik í toppsæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Víkingi á laugardag. Viðtalið við Nik má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner
banner