Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 29. apríl 2025 23:43
Anton Freyr Jónsson
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi og öruggan 7-1 heimasigur gegn nýliðum Fram í Bestu deildinni í dag. Eftir leikinn ræddi Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Fótbolta.net.

„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

Hann hreyfði aðeins við leikmannahópnum og byrjaði með Öglu Maríu Albertsdóttur, Karitas Tómasdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum.

„Þetta var tækifæri til að gefa leikmönnum mínútur, mótið er ungt og við viljum halda öllum eins ferskum og hægt er. Að spila tvo leiki í röð getur verið erfitt, sérstaklega fyrir kraftmikla leikmenn eins og Öglu Maríu. Þetta var frábært tækifæri og ég er mjög ánægður með framlagið hjá þeim þegar þær komu inn, Berglind skoraði og Agla Marí lagði upp mörk."

Telma Ívarsdóttir gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers í dag. Nik var spurður út í þau tíðindi.

„Kate fór úr axlarlið eftir leikinn í Meistarakeppninni, hún hefði í raun ekki átt að spila neinn af leikjunum eftir það, en hefur gert frábærlega að komast í gegnum það. Telma verður hjá okkur fram að EM á láni frá Rangers og vonandi verður Kate orðin í lagi fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Nik sem er með Breiðablik í toppsæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Víkingi á laugardag. Viðtalið við Nik má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir