
Breiðablik vann sannfærandi og öruggan 7-1 heimasigur gegn nýliðum Fram í Bestu deildinni í dag. Eftir leikinn ræddi Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Fótbolta.net.
„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.
„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 7 - 1 Fram
Hann hreyfði aðeins við leikmannahópnum og byrjaði með Öglu Maríu Albertsdóttur, Karitas Tómasdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum.
„Þetta var tækifæri til að gefa leikmönnum mínútur, mótið er ungt og við viljum halda öllum eins ferskum og hægt er. Að spila tvo leiki í röð getur verið erfitt, sérstaklega fyrir kraftmikla leikmenn eins og Öglu Maríu. Þetta var frábært tækifæri og ég er mjög ánægður með framlagið hjá þeim þegar þær komu inn, Berglind skoraði og Agla Marí lagði upp mörk."
Telma Ívarsdóttir gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers í dag. Nik var spurður út í þau tíðindi.
„Kate fór úr axlarlið eftir leikinn í Meistarakeppninni, hún hefði í raun ekki átt að spila neinn af leikjunum eftir það, en hefur gert frábærlega að komast í gegnum það. Telma verður hjá okkur fram að EM á láni frá Rangers og vonandi verður Kate orðin í lagi fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Nik sem er með Breiðablik í toppsæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.
Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Víkingi á laugardag. Viðtalið við Nik má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 3 | 2 | 1 | 0 | 15 - 4 | +11 | 7 |
2. Valur | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 0 | +5 | 7 |
3. FH | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 1 | +4 | 7 |
4. Þróttur R. | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 - 3 | +3 | 7 |
5. Þór/KA | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
6. Víkingur R. | 3 | 1 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 3 |
7. Tindastóll | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 - 4 | -1 | 3 |
8. Stjarnan | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 13 | -8 | 3 |
9. FHL | 3 | 0 | 0 | 3 | 1 - 6 | -5 | 0 |
10. Fram | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 - 12 | -10 | 0 |
Athugasemdir