Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 29. apríl 2025 23:43
Anton Freyr Jónsson
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi og öruggan 7-1 heimasigur gegn nýliðum Fram í Bestu deildinni í dag. Eftir leikinn ræddi Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Fótbolta.net.

„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

Hann hreyfði aðeins við leikmannahópnum og byrjaði með Öglu Maríu Albertsdóttur, Karitas Tómasdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum.

„Þetta var tækifæri til að gefa leikmönnum mínútur, mótið er ungt og við viljum halda öllum eins ferskum og hægt er. Að spila tvo leiki í röð getur verið erfitt, sérstaklega fyrir kraftmikla leikmenn eins og Öglu Maríu. Þetta var frábært tækifæri og ég er mjög ánægður með framlagið hjá þeim þegar þær komu inn, Berglind skoraði og Agla Marí lagði upp mörk."

Telma Ívarsdóttir gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers í dag. Nik var spurður út í þau tíðindi.

„Kate fór úr axlarlið eftir leikinn í Meistarakeppninni, hún hefði í raun ekki átt að spila neinn af leikjunum eftir það, en hefur gert frábærlega að komast í gegnum það. Telma verður hjá okkur fram að EM á láni frá Rangers og vonandi verður Kate orðin í lagi fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Nik sem er með Breiðablik í toppsæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Víkingi á laugardag. Viðtalið við Nik má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner
banner