Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   þri 29. apríl 2025 20:30
Anton Freyr Jónsson
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og Fram mættust á Kópavogsvelli í kvöld og Breiðablik vann 7-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram, Óskar Smára Haraldsson eftir leikinn í Kópavogi í kvöld. 

„Furðulegt en satt þá líður mér bara vel. Tölurnar eru ógeðslega ljótar. 7-1 er alveg ógeðslega ljótt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og það var margt í þessum leik sem við gerðum bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

„Við komum inn í þennan leik til að verjast, æfa okkur í varnarleiknum og færslum og við gerðum það bara rosalega vel. 3-0 í hálfleik og öll þessi mörk eru bara skítamörk. Við erum ekki að dekka í föstum leikatriðum, og erum ekki að elta á fjærstönginni og já vond mörk að fá á sig."

Fram mætir FHL í næstu umferð í leik sem fer fram upp í Úlfarsárdal og það er leikur risa sex stiga leikur.

„Við erum búnir að spila oft við þær og það eru bara hörku leikir. Það fer á báða boga, þær eru öflugar og við erum öflugar það verður bara hörkuleikur og við þurfum að laga ákveðna hluti og þurfum að byggja ofan á góða hluti sem við gerðum í dag og þá er ég nokkuð sannfærður um að við fáum þrjú stig og úrslit sem við ætlum okkur í þeim leik."


Athugasemdir
banner