Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   þri 29. apríl 2025 20:30
Anton Freyr Jónsson
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og Fram mættust á Kópavogsvelli í kvöld og Breiðablik vann 7-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram, Óskar Smára Haraldsson eftir leikinn í Kópavogi í kvöld. 

„Furðulegt en satt þá líður mér bara vel. Tölurnar eru ógeðslega ljótar. 7-1 er alveg ógeðslega ljótt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og það var margt í þessum leik sem við gerðum bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

„Við komum inn í þennan leik til að verjast, æfa okkur í varnarleiknum og færslum og við gerðum það bara rosalega vel. 3-0 í hálfleik og öll þessi mörk eru bara skítamörk. Við erum ekki að dekka í föstum leikatriðum, og erum ekki að elta á fjærstönginni og já vond mörk að fá á sig."

Fram mætir FHL í næstu umferð í leik sem fer fram upp í Úlfarsárdal og það er leikur risa sex stiga leikur.

„Við erum búnir að spila oft við þær og það eru bara hörku leikir. Það fer á báða boga, þær eru öflugar og við erum öflugar það verður bara hörkuleikur og við þurfum að laga ákveðna hluti og þurfum að byggja ofan á góða hluti sem við gerðum í dag og þá er ég nokkuð sannfærður um að við fáum þrjú stig og úrslit sem við ætlum okkur í þeim leik."


Athugasemdir
banner