
Breiðablik og Fram mættust á Kópavogsvelli í kvöld og Breiðablik vann 7-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram, Óskar Smára Haraldsson eftir leikinn í Kópavogi í kvöld.
„Furðulegt en satt þá líður mér bara vel. Tölurnar eru ógeðslega ljótar. 7-1 er alveg ógeðslega ljótt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og það var margt í þessum leik sem við gerðum bara mjög vel."
Lestu um leikinn: Breiðablik 7 - 1 Fram
„Við komum inn í þennan leik til að verjast, æfa okkur í varnarleiknum og færslum og við gerðum það bara rosalega vel. 3-0 í hálfleik og öll þessi mörk eru bara skítamörk. Við erum ekki að dekka í föstum leikatriðum, og erum ekki að elta á fjærstönginni og já vond mörk að fá á sig."
Fram mætir FHL í næstu umferð í leik sem fer fram upp í Úlfarsárdal og það er leikur risa sex stiga leikur.
„Við erum búnir að spila oft við þær og það eru bara hörku leikir. Það fer á báða boga, þær eru öflugar og við erum öflugar það verður bara hörkuleikur og við þurfum að laga ákveðna hluti og þurfum að byggja ofan á góða hluti sem við gerðum í dag og þá er ég nokkuð sannfærður um að við fáum þrjú stig og úrslit sem við ætlum okkur í þeim leik."