Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   mán 28. apríl 2025 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding átti erfitt kvöld á Lambhagavellinum gegn Fram þegar fjórða umferð Bestu deild karla lauk í kvöld. 

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Svekktur. Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Frammarar gerðu vel og þeir voru bara grimmari en við í teignum og grimmari á lykilmómentum en við og það var það sem skar á milli í dag" sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið í kvöld.

„Mér fannst úti á velli við spila ágætis fótbolta og komumst í góðar stöður. Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd til að klára dæmið" 

Fram voru betri í fyrri hálfleiknum en leikurinn var mun jafnari í þeim síðari. 

„Við fórum bara yfir aðeins hvað var að klikka hjá okkur og hvað við gætum gert betur. Fyrst og fremst var þetta fannst mér hugafarslegt. Mér fannst við vera á 90% krafti í fyrri hálfleik og það má ekki í þessari deild. Þú kemst ekki upp með það og mér fannst þetta allt annað í seinni hálfleik" 

Þriðja mark Fram var heldur skrautlegt en Magnúsi fannst brotið á sínum leikmanni í aðdragandanum. 

„Mér finnst þetta bara pjúra brot. Mér finnst hann fara í löppina á honum. Aron er heiðarlegur leikmaður og hann myndi ekki liggja eftir í mínútu ef ekki hafi verið brotið á honum þannig ég held að það segi sig sjálft. Þeir mátu þetta svona dómararnir og það er bara eins og það er" 

Það styttist í gluggalok og það er von á styrkingu í Mosfellsbæinn.

„Já mér finnst það líklegt. Kemur í ljós á morgun, þá er þetta síðasti séns svo við sjáum hvað gerist þá. Við erum búnir að vera skoða og það eru einhverjar þreyfingar í gangi en ekkert staðfest" sagði Magnús Már í lokin.

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 7 2 4 1 22 - 15 +7 10
5.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
6.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
7.    Fram 7 3 0 4 11 - 11 0 9
8.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
9.    ÍBV 7 2 2 3 7 - 11 -4 8
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
12.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
Athugasemdir
banner