Lestu um leikinn: Fram 3 - 0 Afturelding
„Svekktur. Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Frammarar gerðu vel og þeir voru bara grimmari en við í teignum og grimmari á lykilmómentum en við og það var það sem skar á milli í dag" sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið í kvöld.
„Mér fannst úti á velli við spila ágætis fótbolta og komumst í góðar stöður. Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd til að klára dæmið"
Fram voru betri í fyrri hálfleiknum en leikurinn var mun jafnari í þeim síðari.
„Við fórum bara yfir aðeins hvað var að klikka hjá okkur og hvað við gætum gert betur. Fyrst og fremst var þetta fannst mér hugafarslegt. Mér fannst við vera á 90% krafti í fyrri hálfleik og það má ekki í þessari deild. Þú kemst ekki upp með það og mér fannst þetta allt annað í seinni hálfleik"
Þriðja mark Fram var heldur skrautlegt en Magnúsi fannst brotið á sínum leikmanni í aðdragandanum.
„Mér finnst þetta bara pjúra brot. Mér finnst hann fara í löppina á honum. Aron er heiðarlegur leikmaður og hann myndi ekki liggja eftir í mínútu ef ekki hafi verið brotið á honum þannig ég held að það segi sig sjálft. Þeir mátu þetta svona dómararnir og það er bara eins og það er"
Það styttist í gluggalok og það er von á styrkingu í Mosfellsbæinn.
„Já mér finnst það líklegt. Kemur í ljós á morgun, þá er þetta síðasti séns svo við sjáum hvað gerist þá. Við erum búnir að vera skoða og það eru einhverjar þreyfingar í gangi en ekkert staðfest" sagði Magnús Már í lokin.
Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |