Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mán 28. apríl 2025 22:28
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Víking á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Baráttuleikur, rosalega erfður leikur, myndi segja svona leikur tveggja hálfleikja. Við náðum ekki alveg okkar krafti í byrjun leiks, kannski fyrstu 20-30 mínúturnar í fyrri hálfleik. Spennustigið var kannski aðeins of lágt." Sagði Túfa.

„Í seinni hálfleik vorum við með öll völd á vellinum, mikill kraftur hjá okkur og við setjum bara í næsta gír í rauninni. Við jöfnum verðskuldað og vorum mjög nálægt því að setja annað markið á þeim tímapunkti. Mér finnst vera 'momentum' þá með okkur. Leikir á milli þessa liða eru alltaf hörku leikir, og alltaf spenna eins og var hérna í lokin. Á endanum var þetta bara sanngjörn niðurstaða."

Vals liðinu var eiginlega hvergi spáð titilbaráttu og undanfarna mánuði hefur oft mátt heyra neikvætt umtal um þá. Túfa segist ekkert skilja í því.

„Það er gott að þú spyrð að þessu, því ég skil ekkert í þessari umræðu og það skilur það enginn sem starfar fyrir Val. Við erum búnir að spila minnir mig 18 leiki núna í vetur og erum búnir að vinna langflesta og búnir að tapa einum. Ég er með frábæra stjórn og frábært þjálfarateymi og mikil samstaða í öllu því sem við erum að gera. Leikmannahópurinn er geggjaður, svaka stemning, það sést í dag og sést í öllum leikjum sem við erum að spila."

„Við erum að leggja okkur mikið fram. Stuðningurinn í stúkunni í dag var alveg til fyrirmyndar og ég er mjög þakklátur fyrir okkar stuðningsmenn í dag sem voru í raun bara tólfti maðurinn. Það er mjög gaman að vera í Val eins og staðan er núna. Við erum á góðu róli og erum að taka skref fram á við að koma aftur á þessar hæðir sem Valur á að vera á. Við ætlum að komast þangað, engin spurning."

Viðtalið má sjá í spilaranum í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner