Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 28. apríl 2025 22:28
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Víking á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Baráttuleikur, rosalega erfður leikur, myndi segja svona leikur tveggja hálfleikja. Við náðum ekki alveg okkar krafti í byrjun leiks, kannski fyrstu 20-30 mínúturnar í fyrri hálfleik. Spennustigið var kannski aðeins of lágt." Sagði Túfa.

„Í seinni hálfleik vorum við með öll völd á vellinum, mikill kraftur hjá okkur og við setjum bara í næsta gír í rauninni. Við jöfnum verðskuldað og vorum mjög nálægt því að setja annað markið á þeim tímapunkti. Mér finnst vera 'momentum' þá með okkur. Leikir á milli þessa liða eru alltaf hörku leikir, og alltaf spenna eins og var hérna í lokin. Á endanum var þetta bara sanngjörn niðurstaða."

Vals liðinu var eiginlega hvergi spáð titilbaráttu og undanfarna mánuði hefur oft mátt heyra neikvætt umtal um þá. Túfa segist ekkert skilja í því.

„Það er gott að þú spyrð að þessu, því ég skil ekkert í þessari umræðu og það skilur það enginn sem starfar fyrir Val. Við erum búnir að spila minnir mig 18 leiki núna í vetur og erum búnir að vinna langflesta og búnir að tapa einum. Ég er með frábæra stjórn og frábært þjálfarateymi og mikil samstaða í öllu því sem við erum að gera. Leikmannahópurinn er geggjaður, svaka stemning, það sést í dag og sést í öllum leikjum sem við erum að spila."

„Við erum að leggja okkur mikið fram. Stuðningurinn í stúkunni í dag var alveg til fyrirmyndar og ég er mjög þakklátur fyrir okkar stuðningsmenn í dag sem voru í raun bara tólfti maðurinn. Það er mjög gaman að vera í Val eins og staðan er núna. Við erum á góðu róli og erum að taka skref fram á við að koma aftur á þessar hæðir sem Valur á að vera á. Við ætlum að komast þangað, engin spurning."

Viðtalið má sjá í spilaranum í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner