Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Man Utd 0 - 1 Chelsea
0-1 Lucy Bronze ('74)

Chelsea er Englandsmeistari sjötta árið í röð eftir góðan sigur á útivelli gegn Manchester United í kvöld.

Staðan var markalaus í leikhlé en Lucy Bronze skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu, eftir stoðsendingu frá Sandy Baltimore.

Lokatölur urðu 0-1 og er Chelsea Englandsmeistari með tvær umferðir enn óspilaðar. Sonia Bompastor tókst því að sigra ensku deildina á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Arsenal endar í öðru sæti eftir 5-2 tap gegn Aston Villa í dag. Arsenal er að eiga frábært tímabil og er komið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Arsenal mun spila við Barcelona í úrslitaleiknum, en Börsungar eru með langbesta fótboltalið heims um þessar mundir. Þær sigruðu samanlagt 8-2 gegn Chelsea í undanúrslitum og hafa unnið keppnina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Athugasemdir
banner
banner